Icelandic(IS)English (United Kingdom)

Velkomin á Finna Hótel

finnahotel_litidFinna Hótel er staðsett í hjarta Hólmavíkur með fallegt útsýni yfir fjörðinn og gamla bæinn.  Hólmavík er lítið sjávarþorp við Steingrímsfjörð á Vestfjörðum með mikla möguleika fyrir ferðamenn og stutt í marga áhugaverða staði og stórfenglega náttúru.

Á fyrstu hæð hótelsins er móttakan og morgunverðarrýmið.  Þetta svæði er ný uppgert og býður gestum upp á huggulega stund hvort sem er inni við eða fyrir utan á veröndinni ef vel viðrar.

Hótelið er með 17 nýuppgerð herbergi á þremur hæðum.  Við bjóðum upp á herbergi með sér baðhergi í mismundandi stærðum, bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Flest herbergin eru með glæsilegt útsýni út á Steingrímsfjörð.